top of page

VETUR

Byrja með 28 l fyrir barnastærð
Jafnvel 36 l fyrir miðstærð
Flott með 40 l fyrir stærri hendur.


Aðferð: þessir vettlingar eru prjónaðir í tveim hlutum sem koma saman fyrir mynstur en deilast aftur í innri og ytri vettling eftir mynstur. Innri vettlingurinn er hér í uppskriftinni prjónaður með sömu prjónastærð og ytri vettlingurinn en það myndi jafnvel koma vel út að prjóna innri vettlinginn með minni prjónastærð en er gefin upp hér.

Hluti 1.
Fitja upp 28 l á prjóna nr. 4,5.
Prj 13 umf sl og br (28), 1 umf sl. Geymið og prjónið hluta 2.

Hluti 2.
Fitjið upp á annað sett af sömu stærð 28 l
sl og br fyrstu umferð, br og sl önnur umferð.
10 umf sl.

Setjið nú hluta 1 inn í hluta 2 og sameinið allar lykkjurnar sitt á hvað upp á þá prjóna sem á að nota fyrir vettlinginn. Athuga að allar lykkjurnar snúi rétt og eins svo hægt sé að halda áfram með slétt prjón. (56 lykkjur á prjóninum)
Nú eru margar lykkjur á prjónunum þannig að hér kemur 1 umf sl prjón þar sem við prjónum tvær og tvær saman alla umferðina. Athugið að lykkjurnar úr hluta 2 eru ríkjandi og það á því að taka hinar af hluta 1 svo þær liggi fyrir aftan. Þannig kemur prjónið út á réttunni eins og áframhald af hluta 2.

Prjónið mynstur.

Prjóna áfram innri vettling ca 2/4 umf og þá er hentugt að gera ráð fyrir þumli. Aukaband fyrir þumal á þeim stað sem sýndur er á teikningunni, en einnig skal klára þumalinn áður en ytri vettlingur er prjónaður.
Á hægri vettling eru síðustu 6 lykkjurnar settar á hjálparband, en á vinstri vettling eru það fyrstu 6 lykkjurnar. Svo skal prjóna aftur lykkjurnar af hjálparbandi með sama lit áfram.
Prjónið um 15 umferðir fyrir affellingu, fella af 2 l í hvorri hlið í hverri umferð þar til 4 lykkjur eru eftir á prjónunum. Geymið þær lykkjur þar til ytri vettlingur hefur verið prjónaður.
Breytið umferðum eftir hentugleika ef þörf er á lengri/stærri vettlingum. Muna að lengja þá í þumlinum eins og við á.

Nú skal prjóna ytri vettlinginn utan yfir innri vettlinginn.
Taka upp 28 l í neðstu gráu röð á innri vettlingi. (ca í fyrstu umf eftir mynstur) og prjóna ytri vettling utan um innri vettlinginn. Setja aukaband fyrir þumal á þeim stað sem sýndur er á teikningunni. Fella af lykkjur í lokin efst á vettlingi saman bæði á innri og ytri vettlingi til þess að þeir hangi vel saman í framtíðinni.
Klára þumal á ytri vettling, auka út um 1 lykkju beggja vegna við þumal.
Skola þarf vettlingana, vinda vel og leggja til þerris.









 

Vetur 1 - Stitch Fiddle_edited.jpg
Vetur 2 - Stitch Fiddle (2).jpg
bottom of page