top of page

Þjóðlegir þræðir - Hlaðvarp um handverk 

 

10 þátta hlaðvarpssería þar sem lagt er upp með þjóðlegan fróðleik með nútímalegu ívafi í höndum tveggja ungra kvenna sem hafa sameiginlega ástríðu á handverki, prjónaskap,  tóvinnu og þeirri fallegu samveru sem þetta skapar. Fjallað verður um hvernig hlutir tengdir handverki hafa þróast í gegnum árin, verkfæri og hefðir sem ýmist hafa lifað eða dáið í gegnum árin.

 

Í fyrstu seríu hlaðvarpsins er farið vítt og breitt um Vesturland og spjallað er við handverksfólk á öllum aldri. Lesnar eru valdar klausur upp úr bók Jónasar frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir. Þættirnir verða sendir út vikulega frá miðjum september á heimasíðu Kjarnans

 

Þáttastjórnendur eru Anna Dröfn frá Kvíaholti,

og Sigrún Elíasdóttir frá Ferjubakka. 

 

Sérlegur pistlahöfundur búsett í Alvdal í Noregi

er Berglind Inga Guðmundsdóttir. 

 

Menningarsjóður Vesturlands

styrkti gerð þessa hlaðvarps. 

 

Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi hlaðvarpið hér:

Your details were sent successfully!

bottom of page