top of page

Möðrurót (Rubia tinctoria) 

Gefur rauða liti sem erfitt er að fá úr íslenskum jurtum með góðu móti en möðrurótin er notuð um allan heim til að fá góða rauða liti. Með yfirlitun með öðrum jurtum má fá margskonar liti í gulum, appelsínugulum, brúnum og rauðum tónum. Sé litunarlögurinn hitaður yfir 70°c verður liturinn meira appelsínugulur/brúnleitur. 

Talið er að möðrurót hafi verið ræktuð til litunar frá því um 3000 f.kr. Heimildir eru til um ræktun hennar á Ítalíu um 50 e.kr. Rótin hefur einnig fundist við fornl.uppgröft í Jórvík, Englandi.

Möðrurótarplantan getur orðið allt að 1,5 m há. Laufin allt að 10 cm löng en blómin smá (3-5 mm.) Rótin getur orðið allt að 1 m löng, 12 mm að þykkt og er rót rauða litsins sem við þekkjum svo vel. 

Möðrurót 100 gr

kr990Price
Sales Tax Included
Quantity
    bottom of page