Kaktuslús (Coccus cacti/Cochineal) gefur rauða og bleika og fjólu liti sem ekki er hægt að fá úr íslenskum jurtum með góðu móti en kaktuslúsin er notuð um allan heim til að fá góða bleika liti. 6 gr af kaktuslús henta til að lita um 100 gr af alunmeðhöndluðu bandi. Litabaðið má nýta oftar en einu sinni. Með því að hækka ph gildi koma aðrir litir, skærari og allt að fjólubláir. Best er að mylja í mortéli til að fá sem besta nýtingu á litnum.
Kaktuslús 6/30 gr
kr550Price
Sales Tax Included

